dcsimg

Skollakræða ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Skollakræða (fræðiheiti: Alectoria ochroleuca) eða tröllagrös[1] er runnkennd, ljósgul, stór og áberandi flétta sem myndar oft samfelldar, gular breiður á hæðum og hólum. Hún er algeng á austanverðu og norðanverðu Íslandi og vex einkum inn til landsins á Norðausturlandi. Skollakræða setur svip á landslag í Mývatnssveit. Hún vex einnig á Álftanesi og nágrenni þess.

Þal skollakræðu er runnkennt og greinar uppréttar um 4–10 sm á hæð. Greinar eru hvítgular eða grængular og mattar. Skollakræðan vex á jarðvegi uppi á hæðum og utan í hæðarbrúnum. Skollakræða hefur einnig verið kölluð tröllagrös eða tröllakræða.

Heimild

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Tilvísanir

  1. Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Skollakræða: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Skollakræða (fræðiheiti: Alectoria ochroleuca) eða tröllagrös er runnkennd, ljósgul, stór og áberandi flétta sem myndar oft samfelldar, gular breiður á hæðum og hólum. Hún er algeng á austanverðu og norðanverðu Íslandi og vex einkum inn til landsins á Norðausturlandi. Skollakræða setur svip á landslag í Mývatnssveit. Hún vex einnig á Álftanesi og nágrenni þess.

Þal skollakræðu er runnkennt og greinar uppréttar um 4–10 sm á hæð. Greinar eru hvítgular eða grængular og mattar. Skollakræðan vex á jarðvegi uppi á hæðum og utan í hæðarbrúnum. Skollakræða hefur einnig verið kölluð tröllagrös eða tröllakræða.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS