dcsimg

Vaxfönungaætt ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Vaxfönungaætt (fræðiheiti Hygrophoraceae) er ætt hattsveppa. Í ættinni eru 25 ættkvíslir og yfir 600 tegundir. Sumir sveppir af Hygrocybe og Hygrophorus eru taldir ætisveppir.

Á Íslandi eru þekktar um 20 tegundir af vaxfönungaætt þar af eru 15 af Hygrocybe ættkvísl, 3—4 af Camarophyllus ættkvísl en ein af Hygrophorus (Limacium) ættkvísl. Það eru allt vallarsveppir oftast vaxa í graslendi. Margar af þessum tegundum eru meðal algengustu sveppa á Íslandi og eru oft mjög áberandi vegna lita og þess að sveppirnir vaxa oftast í hópum eða þyrpingum. Það er einkenni allra tegunda af Hygrocybe og Camarophyllus ættkvísl að þær vaxa utan skóglendis og eru ekki svepprótarsveppir, ekki bundnir ákveðnum trjátegundum eða runnum. Á Íslandi vaxa þessar tegundir gjarna í grasi vöxnum dældum og grónum lækjarbökkum.

Tegundir af vaxþönungaætt sem vaxa á Íslandi

  • Sortusniglingur Hygrophorus calophyllus
  • Vallhnúfa (Camarophyllus pratensis )
  • Snæhnúfa (Camarophyllus niveus)
  • Fjóluhnúfa (Camarophyllus lacmus )
  • Þefkolla, sýrukolla (Hygrocybe nitrata)
  • Hygrocybe fornicata
  • Gulltoppa, gullhnýfla (Hygrocybe conica )
  • Hygrocybe spadicea
  • Trjónutoppa Hygrocybe acutoconica
  • Þakhnífla, mælihnífla (Hygrocybe obrussea)
  • Kollsveppur (Coccinei Fayod)
  • Rauðkolla, rauðhnýfla (Hygrocybe punicea)
  • Blóðkolla, skarlatkolla (Hygrocybe coccinea)
  • Hnoðkolla, silkikolla (Hygrocybe marchii)
  • Smákolla, smáhnýfla (Hygrocybe parvula)
  • Mýrakolla, mýrahnífla, flösukolla (Hygrocybe turunda)
  • Slímkolla (Psitticani Bat.)
  • Grænhnýfla, grænkolla (Hygrocybe psitticana)
  • Eggkolla, (Hygrocybe vitellina)
  • Fjólukolla, lyngkolla (Hygrocybe xanthochroa)

Heimild

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Vaxfönungaætt: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Vaxfönungaætt (fræðiheiti Hygrophoraceae) er ætt hattsveppa. Í ættinni eru 25 ættkvíslir og yfir 600 tegundir. Sumir sveppir af Hygrocybe og Hygrophorus eru taldir ætisveppir.

Á Íslandi eru þekktar um 20 tegundir af vaxfönungaætt þar af eru 15 af Hygrocybe ættkvísl, 3—4 af Camarophyllus ættkvísl en ein af Hygrophorus (Limacium) ættkvísl. Það eru allt vallarsveppir oftast vaxa í graslendi. Margar af þessum tegundum eru meðal algengustu sveppa á Íslandi og eru oft mjög áberandi vegna lita og þess að sveppirnir vaxa oftast í hópum eða þyrpingum. Það er einkenni allra tegunda af Hygrocybe og Camarophyllus ættkvísl að þær vaxa utan skóglendis og eru ekki svepprótarsveppir, ekki bundnir ákveðnum trjátegundum eða runnum. Á Íslandi vaxa þessar tegundir gjarna í grasi vöxnum dældum og grónum lækjarbökkum.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS