dcsimg
Image of Hickel's Fir
Creatures » » Plants » » Gymnosperms » » Pines »

Hickel's Fir

Abies hickelii Flous & Gaussen

Abies hickelii ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Abies hickelii er barrtré af þinættkvísl. Hann er einlendur í Mexíkó, og þar aðeins í Chiapas, Guerrero, Oaxaca, Puebla, og Veracruz ríkjum.

Lýsing

A. hickelii er sígrænt barrtré, hóflega hratt vaxandi (15-30 cm á ári), og verður að 30 metra hátt. Krónan er þröngt keilulaga, minna regluleg á gömlum trjám. Börkur upphaflega sléttur og grár, þykknar síðar og fær reitalaga munstur. brum egglaga, 5 mm löng og 4 mm á breidd. Sprotar mjóir, rauðbrúnir. Nálar 1.8 til 3.5 cm langar og 1-1.8 mm breiðar, skær ljósgrænar að ofan, að neðan grá-grænar, gleiðhyrnt. Karlkyns könglar stuttir, gulir. Könglar ílangt sívalir, 6-8 cm langir og 2,5 til 3,5 cm á breidd, upphaflega fjólublárir og verða dökkbrúnir við þroska. Fræin ljós brún, 6-7 mm löng, 10 mm löng með ljósbrúnum vængnum.

Undirtegundir

Tegundin skiftist í eftirfarandi undirtegundir:[3]

  • A. h. hickelii
  • A. h. oaxacana

Vistfræði

Fjallatré, vex í 2500 til 3000 metra hæð á heittempruðum svæðum, í eldfjallajarðvegi. Svölu og röku loftslagi. Úrkomusamir vetur. Harðgerður að -12°C. "Abies hickelii" vex stundum stakur utan skóga, en vex aðallega í blönduðum skógum með: Pinus montezumae, Pinus pseudostrobus, Pinus ayacahuite, Cupressus lusitanica og runna af ættkvíslunum Vaccinium , Pieris, Ribes, Fuchsia og öðrum.

Tilvísanir

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Abies hickelii in the PlantList
  2. Abies hickelii. World Checklist of Selected Plant Families.
  3. „Species 2000 & ITIS [[Catalogue of Life]]: 2014 Annual Checklist“. 2014.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Abies hickelii: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Abies hickelii er barrtré af þinættkvísl. Hann er einlendur í Mexíkó, og þar aðeins í Chiapas, Guerrero, Oaxaca, Puebla, og Veracruz ríkjum.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS