dcsimg

Stingskötur ( исландски )

добавил wikipedia IS

Stingskötur (fræðiheiti: Dasyatidae) er ætt brjóskfiska af skötuættbálki og eru því skyldar hákörlum. Þær eru algengar í hitabeltishöfum meðfram ströndum, jafnvel í árósum og ferskvatni. Stofnar flestra tegunda eru heilbrigðir og ekki í útrýmingarhættu. Eins og aðrar skötur eru þær flatar með augun ofan á búknum og því vel aðlagaðar lífi við sjávarbotninn. Flestar stingskötur eru með eitraðan gadd á halanum sem þær nota í árásar– og varnarskyni. Nokkuð algengt er að menn séu stungnir en það er afar sjaldgæft að menn látist af þeim sökum, frá 1969 til 1996 voru aðeins 17 skráð stungutilfelli sem leitt höfðu til dauða. Alvarlegar stungur geta þó orðið til þess að aflima þarf sjúklinginn.

 src=
Stingskata í sædýrasafninu í Melbourne

.

 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
лиценца
cc-by-sa-3.0
авторски права
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
изворно
посети извор
соработничко мреж. место
wikipedia IS