dcsimg

Ilmreynir ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Ilmreynir (fræðiheiti: Sorbus aucuparia), reynir eða reyniviður í daglegu tali er sumargrænt lauftré af rósaætt. Ilmreynir vex villtur um nær alla Evrópu, Mið-Asíu og Vestur-Síberíu.

Lýsing

Laufblöð eru 10–20 cm löng með 12, 13 eða 15 smáblöðum. Börkur er grár til grágulur, þunnur og sléttur. Blóm eru hvít. Ber eru kúlulaga og litur þeirra er frá því að vera appelsínugulur yfir í dökk rauð. Haustlitur laufa er frá gulu yfir í rautt. Ilmreynir verður 10–15 metra hátt, oft margstofna tré og nær 80–100 ára aldri.

Á Íslandi

Ilmreynir finnst villtur dreifður um birkiskóga á Íslandi. Tré af íslenskum uppruna eru að jafnaði með uppsveigðar greinar. Kvæmi hafa einnig verið fengin frá Skandinavíu. Blómgun verður yfirleitt í júní. Ilmreynir er eitt algengasta garðtré hérlendis og hefur verið í ræktun í tæp 200 ár. [1] Hér nær hann 10-14 metra hæð. [2]

Af innlendum stofni hafa helst verið fjórir algengir í ræktun. Það er reynir frá Nauthúsagili í Goðalandi undir Eyjafjöllum, Skaftafelli, Núpsstöðum og Skriðu í Hörgárdal (sem er afkomendi Möðruvallatrésins).[3]

Stakstæður ilmreynir í Öræfasveit var valinn tré ársins 2015. Tréð var gróðursett árið 1923. [4]. Einnig hefur ilmreynir verið valinn tré ársins 1995.

Heimildir

 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Ilmreynir: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Ilmreynir (fræðiheiti: Sorbus aucuparia), reynir eða reyniviður í daglegu tali er sumargrænt lauftré af rósaætt. Ilmreynir vex villtur um nær alla Evrópu, Mið-Asíu og Vestur-Síberíu.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS